Hjálp

Höktir myndin?

Ef myndin höktir eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Netið gæti verið bilað, of mikið álag á netinu eða tölvunni eða tölvan þín gæti ekki verið uppfærð.

Uppfyllir tölvan þín skilyrðin?

Kíktu á hjálparsíðuna sem heitir Hvernig tölvu þarf ég? og athugaðu hvort tölvan þín uppfylli öll skilyrði.

Er netið í lagi?

Ef myndin þín stoppar er gott að fara inn á aðrar síður, t.d. mbl.is eða google.com, og ef það virkar ekki þá er netið þitt í ólagi. Best er þá að hafa samband við þinn netþjónustuaðila (t.d. Síminn eða Vodafone) og athuga hvort þeir geti aðstoðað þig.

Er mikið álag á netinu?

Ef mikið hökt er á afspiluninni eða myndin stoppar alveg þá eru einnig líkur á því að of mikið álag sé á netinu hjá þér. Það getur verið vegna þess að einhver á heimilinu er að niðurhlaða stórum skjölum eða horfa á stór myndskeið á netinu og minnkar það gagnamagnið sem þú getur fengið frá Filma.is. Við ráðleggjum að reyna minnka sem mest netnotkun og álag á nettengingu þinni á meðan þú ert að horfa á Filma.is þannig að þú getir notið hennar á sem bestan hátt.

Annað

Ef þetta virkar ekki bendum við á að hægt er að senda okkur fyrirspurnir á hjalp@filma.is

Kaupa inneign

Til að hægt sé að horfa á myndir á Filma.is þarftu að kaupa inneign. Inneignina getur þú keypt með því að nota kreditkort eða með því að fá senda kröfu í heimabankann þinn.

Kreditkort

Þú einfaldlega smellir á Kaupa inneign hérna neðst á síðunni eða á greiðslusíðunni í stillingunum þínum. Þar fyllir þú þær upplýsingar sem til þarf en vert er að benda á það að allar kortaupplýsingar er farið með sem trúnaðarmál og í gegnum mjög öruggt kerfi. Þú getur keypt 500, 1000, 2000 eða 5000 króna inneign og um leið og kortið hefur verið samþykkt ertu aðeins einu smelli frá því að horfa á myndina sem þig langar að horfa á.

Heimabanki

Hægt er að fá senda kröfu í heimabanka frá Filma.is með því að fara á "Kaupa inneign" síðuna, smella á "Heimabanki", velja þar upphæð og setja inn kennitölu þess sem borga skal kröfuna. Krafan ætti að birtast strax í heimabankanum en athuga skal að það gæti þurft að skrá sig út úr heimabankanum og inn aftur til að krafan birtist.

Eftir að krafan hefur verið greidd ætti ekki að líða lengra en 5 mínútur þangað til að inneignin skilar sér á síðuna þína. Ef inneignin er ekki kominn innan 12 tíma skaltu senda póst á hjalp@filma.is og við aðstoðum þig eins fljótt og auðið er.

Ef þetta virkar ekki eða ef einhver vandamál koma upp þá bendum við á að hægt er að senda okkur fyrirspurn á hjalp@filma.is.

Hvernig tölvu þarf ég?

Við hér hjá Filma.is vonum að þú getir notað síðuna á sem bestan hátt. Til þess að hún virki sem best þarf tölvubúnaðurinn þinn að uppfylla ákveðin skilyrði.

Flash

Þú þarft í fyrsta lagi að vera með Flash 10.0.32 eða nýrri útgáfu. Ef þú ert með eldri útgáfu getur þú náð í uppfærslu á Adobe.com með því að smella hér.

Vafri

Þú verður að hafa nýlegan vafra t.d. Internet Explorer 7 eða 8, Firefox 3.0 eða nýrri, Safari, Google Chrome eða Opera 10. Við styðjum ekki Internet Explorer 6, sjá ástæður hér.

Vélbúnaður & nettenging

Því nýlegri sem tölvan þín er, því betra. Tölvur sem eru 4 ára eða yngri ættu að virka vel. Nettengingin þín verður að vera 2 Mb/s eða hraðari.

Ef allt þetta er í lagi þá áttu að geta horft á Filma.is án nokkurra vandamála. Ef einhverjar spurningar vakna bendum við þér á að senda tölvupóst á hjalp@filma.is.

Innlent niðurhal?

Allt efni á Filma.is er innlent niðurhal og hjá flestum netþjónustuaðilum þarf því ekki að borga fyrir það. Ráðfærið ykkur við ykkar netþjónustuaðila ef þið viljið ganga úr skugga um að innlent niðurhal sé ókeypis.

(Athugið að þetta á ekki við um 3G netlykla en þar þarf að borga fyrir allt efni hvort sem það er erlent eða innlent.)

Hafa samband
Ef það er eitthvað annað sem við getum gert fyrir þig er best að hafa samband við hjalp@filma.is