Vigdís: Fífldjarfa Framboðið

Ef þú kaupir mynd á Filma.is þýðir það að þú getur streymt henni eins oft og þú vilt á Filma.is.

Athugið að þetta er eingöngu streymiþjónusta og við bjóðum ekki upp á niðurhal né að fá myndir á neinu öðru formi eins og t.d. DVD disk eða spólu.

Með því að kaupa þessa mynd samþykkir þú skilmála Filma.is.

Þar sem þú virðist vera staddur/stödd fyrir utan Ísland getur þú því miður ekki leigt þessa mynd.
Ef þú telur þetta ekki vera rétt endilega hafðu samband við okkur á filma@filma.is.
2383_poster_140 Leiguverð: 295 kr.

Um myndina

Í þessarri heimildamynd er rifjað upp framboð, kjör og embættistöku Vigdísar Finnbogadóttur og rætt við hana og Ástríði dóttur hennar þrjátíu árum eftir þetta örlagaríka sumar. Vigdís hefur sagt að framboð sitt hafi verið fífldirfska í ljósi tíðarandans. Eins og fram kemur í myndinni var hart sótt að einhleypri móður sem hugnaðist að verða fyrst kvenna þjóðkjörinn forseti. Þetta er saga af jafnréttisbaráttu, þrautsweigju og kjarkmikilli konu sem breytti gangi heimsmála.

Lengd: 56 mín.
Leiguverð: 295 kr.
Útgáfuár: 2010
Tungumál: Íslenska
Texti: Þessi mynd er ótextuð
Þessi mynd er leyfð öllum aldurshópum
ÓTEXTUÐ
Leigutími er 24 tímar

Mælum einnig með...

580_poster_140
Astrópía

Astrópía fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi sem verður fyrir áfalli í einkalífinu og af illri nauðsyn neyðist hún til að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og hasarblöðum. Fyrr en varir heillast hún af ævintýraheimi hlutverkaleikjanna. Mörkin milli ævintýraheims og raunveruleika verða óskýrari og ofurhetjan vaknar.

Fantasía, Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.9
Leiguverð: 350 kr.
582_poster_140
Reykjavik Whale Watching Massacre

Saga af hópi sem fer í hvalaskoðun og þegar bátur þeirra bilar kemur hvalveiðibátur þeim til hjálpar. Á hvalveiðibátnum fer síðan allt úr böndunum.

Hryllingur, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 5.4
Leiguverð: 350 kr.
807_poster_140
Kóngavegur

Eftir að hafa búið í þrjú ár erlendis snýr Júníor heim til Íslands með ýmis vandamál sem hann vonast til að faðir sinn geti leyst úr. Heimkoman verður þó ekki eins og hann átti von á.

Drama, Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.5
Leiguverð: 595 kr.
2315_poster_140
Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið

Sveppi og Villi eru að fara í sumarfrí á gamalt sveitahótel þar sem pabbi Sveppa hyggst spreyta sig á að skrifa skáldsögu. Fyrir tilviljun slæst Gói í hópinn og taka vinirnir eftir að ekki er allt með felldu á hótelinu. Duld álög, draugur, gamall karl með skegg og pirruð ráðskona verða á vegi þeirra.

Íslenskar myndir, Ævintýramynd, Fjölskyldumynd, Barnaefni
IMDB einkunnagjöf: 5.3
Leiguverð: 390 kr.
2339_poster_140
Órói

Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur "Strákarnir með strípurnar" og "Rótleysi, rokk og rómantík" sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Handritið er skrifað af Ingibjörgu Reynisdóttur og Baldvin Z.

Íslenskar myndir, Drama
IMDB einkunnagjöf: 7.4
Leiguverð: 595 kr.
0c2a5ced3447b73e4c65751ce45c6cb330983e1a
Deepsea Challenge

Leikstjórinn James Cameron býður hér áhorfendum að koma með í ævintýraferð niður í Maríanadjúpálinn í Norðvestur-Kyrrahafi sem er 11.034 metrar á dýpt. James Cameron hefur lengi verið áhugamaður um hafdjúpin og það sem þar leynist og má segja að áhugi hans á djúpsjávarköfun hafi fengið byr undir báða vængi þegar hann gerði myndina The Abyss árið 1989, en ...

Heimildamynd
IMDB einkunnagjöf: 6.7
Leiguverð: 390 kr.