Vigdís: Fífldjarfa Framboðið

Ef þú kaupir mynd á Filma.is þýðir það að þú getur streymt henni eins oft og þú vilt á Filma.is.

Athugið að þetta er eingöngu streymiþjónusta og við bjóðum ekki upp á niðurhal né að fá myndir á neinu öðru formi eins og t.d. DVD disk eða spólu.

Með því að kaupa þessa mynd samþykkir þú skilmála Filma.is.

Þar sem þú virðist vera staddur/stödd fyrir utan Ísland getur þú því miður ekki leigt þessa mynd.
Ef þú telur þetta ekki vera rétt endilega hafðu samband við okkur á filma@filma.is.
2383_poster_140 Leiguverð: 295 kr.

Um myndina

Í þessarri heimildamynd er rifjað upp framboð, kjör og embættistöku Vigdísar Finnbogadóttur og rætt við hana og Ástríði dóttur hennar þrjátíu árum eftir þetta örlagaríka sumar. Vigdís hefur sagt að framboð sitt hafi verið fífldirfska í ljósi tíðarandans. Eins og fram kemur í myndinni var hart sótt að einhleypri móður sem hugnaðist að verða fyrst kvenna þjóðkjörinn forseti. Þetta er saga af jafnréttisbaráttu, þrautsweigju og kjarkmikilli konu sem breytti gangi heimsmála.

Lengd: 56 mín.
Leiguverð: 295 kr.
Útgáfuár: 2010
Tungumál: Íslenska
Texti: Þessi mynd er ótextuð
Þessi mynd er leyfð öllum aldurshópum
ÓTEXTUÐ
Leigutími er 24 tímar

Mælum einnig með...

1277_poster_140
Iceland Airwaves

Þessi frábæra heimildamynd er stútfull af frábærri tónlist, viðtölum við listamenn og einstökum myndum sem fanga stemmningu Iceland Airwaves og skila henni beint inn í stofu.

Heimildamynd, Íslenskar myndir
Leiguverð: 395 kr.
2295_poster_140
Andlit Norðursins

Myndin segir frá ljósmyndaferli Ragnars sem núna er að uppskera mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar. Umræðan um hlýnun jarðar og breytingar á Norðurslóðum hefur nú nýverið farið að snúast að því fólki sem þar býr, en þá er ljósmyndasafn RAXA ótrúlega merkileg heimild um þá baráttu sem fólk hefur þurft að heyja þar, til þess eins að lifa af.

Heimildamynd, Íslenskar myndir
Leiguverð: 800 kr.
2306_poster_140
Helgi Björns syngur íslenskar dægurperlur

Upptaka frá tónleikum Helga Björns, auk frábærra gestasöngvara, í Hörpu sem haldnir voru á þjóðhátíðardegi Íslendinga síðasta sumar. Tónleikarnir fóru fram í stærsta sal hússins, Eldborg, og var öllu tjaldað til. Útkoman er mögnuð upplifun, sem nú er hægt að berja augum.

Tónlistarmynd, Íslenskar myndir
Leiguverð: 800 kr.
2308_poster_140
Páll Óskar & Sinfó

Páll Óskar var með þeim allra fyrstu til að halda sannkallaða stórtónleika í Hörpu eftir að húsið opnaði. Þarna hélt hann einkar glæsilega ferilstónleika með bestu hljómsveit landsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónlistarmynd, Íslenskar myndir
Leiguverð: 800 kr.
2315_poster_140
Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið

Sveppi og Villi eru að fara í sumarfrí á gamalt sveitahótel þar sem pabbi Sveppa hyggst spreyta sig á að skrifa skáldsögu. Fyrir tilviljun slæst Gói í hópinn og taka vinirnir eftir að ekki er allt með felldu á hótelinu. Duld álög, draugur, gamall karl með skegg og pirruð ráðskona verða á vegi þeirra.

Íslenskar myndir, Ævintýramynd, Fjölskyldumynd, Barnaefni
IMDB einkunnagjöf: 5.3
Leiguverð: 390 kr.
2414_poster_140
Hafmeyjur á háum hælum

Fimm eiginkonur sjómanna frá fimm mismunandi löndum (Ísland, Noregur, Bretland, Japan og Kanada) deila sögum sínum, vonum og væntingum og varpa einstöku ljósi á heimilislíf fjölskyldna þar sem eiginmaðurinn er fjarverandi stóran hluta ársins. Heillandi heimildamynd um hina hliðina á sjómennsku.

Íslenskar myndir, Heimildamynd
Leiguverð: 595 kr.