Löggulíf

Ef þú kaupir mynd á Filma.is þýðir það að þú getur streymt henni eins oft og þú vilt á Filma.is.

Athugið að þetta er eingöngu streymiþjónusta og við bjóðum ekki upp á niðurhal né að fá myndir á neinu öðru formi eins og t.d. DVD disk eða spólu.

Með því að kaupa þessa mynd samþykkir þú skilmála Filma.is.

2423_poster_140 Leiguverð: 350 kr.

Um myndina

Lukkuriddararnir Þór og Danni reka sérkennilega gæludýraþjónustu og eru auk þess í sambandi við alþjóðlegan fálkaræningja og ætla að selja honum kjúklinga uppdubbaða sem fálkaunga fyrir stórfé. Eftir röð einkennilegra tilviljana eru þeir komnir í lögregluna og farnir að fylgjast með hegðun borgarbúa. Við löggæslustörfin lenda þeir félagar í ótrúlegustu ævintýrum.

The Internet Movie Database (IMDb):
6.8/10 með 110 atkvæði
Leikstýrð af:
Þráinn Bertelsson
Leikarar:
Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Flosi Ólafsson
Flokkar:
Grínmynd, Íslenskar myndir
Lengd: 91 mín.
Leiguverð: 350 kr.
Útgáfuár: 1985
Tungumál: Íslenska
Texti: Þessi mynd er ótextuð
 
Þessi mynd er leyfð öllum aldurshópum
ÓTEXTUÐ
Leigutími er 24 tímar

Mælum einnig með...

580_poster_140
Astrópía

Astrópía fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi sem verður fyrir áfalli í einkalífinu og af illri nauðsyn neyðist hún til að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og hasarblöðum. Fyrr en varir heillast hún af ævintýraheimi hlutverkaleikjanna. Mörkin milli ævintýraheims og raunveruleika verða óskýrari og ofurhetjan vaknar.

Fantasía, Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.9
Leiguverð: 350 kr.
583_poster_140
Strákarnir okkar

Strákarnir okkar fjallar um Óttar Þór, aðalstjörnu KR inga sem veldur miklu írafári þegar hann játar fyrir liðsmönnum sínum á miðju tímabili að hann sé hommi. Í framhaldinu leggur hann í leiðangur til þess að finna sjálfan sig og gengur til liðs við áhugamannafélag mann í svipaðri stöðu: homma sem vilja spila fótbolta.

Drama, Rómantík, Grínmynd, Íþróttamynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 5.0
Leiguverð: 350 kr.
585_poster_140
Íslenski draumurinn

Íslenski draumurinn fjallar um ungan athafnamann sem á sér draum um frægð og frama í viðskiptum en þarf að glíma við þær truflanir sem fylgja hversdagslífinu eins og að vera helgarpabbi og spila fótbolta í frístundum.

Grínmynd, Íþróttamynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.6
Leiguverð: 350 kr.
613_poster_140
Bjarnfreðarson

Bjarnfreðarson er sjálfstæður lokakafli í sögu þremenninganna Georgs Bjarnfreðarsonar, Ólafs Ragnars og Daníels Sævarsonar. Í myndinni kynnumst við uppvexti Georgs og hvernig uppeldi móður hans mótaði ungan dreng í það skrímsli sem áhorfendur hafa kynnst í hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu Vaktarseríum.

Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 7.9
Leiguverð: 390 kr.
807_poster_140
Kóngavegur

Eftir að hafa búið í þrjú ár erlendis snýr Júníor heim til Íslands með ýmis vandamál sem hann vonast til að faðir sinn geti leyst úr. Heimkoman verður þó ekki eins og hann átti von á.

Drama, Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.5
Leiguverð: 595 kr.
2391_poster_140
Stella í orlofi

Þessi vinsæla kvikmynd fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðillsku karla, tryllt börn, alkóholista, flugmenn, Læjons-klúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er raunsönn lýsing á íslensku þjóðfélagi áður en bjórinn var leyfður, og er frábær skemmtun fyrir alvöru íslendinga!

Íslenskar myndir, Grínmynd, Fjölskyldumynd
IMDB einkunnagjöf: 7.1
Leiguverð: 350 kr.