The Place Beyond the Pines

Ef þú kaupir mynd á Filma.is þýðir það að þú getur streymt henni eins oft og þú vilt á Filma.is.

Athugið að þetta er eingöngu streymiþjónusta og við bjóðum ekki upp á niðurhal né að fá myndir á neinu öðru formi eins og t.d. DVD disk eða spólu.

Með því að kaupa þessa mynd samþykkir þú skilmála Filma.is.

Þar sem þú virðist vera staddur/stödd fyrir utan Ísland getur þú því miður ekki leigt þessa mynd.
Ef þú telur þetta ekki vera rétt endilega hafðu samband við okkur á filma@filma.is.
553a3c88a1bf264bf4915945f39eb15727c80e24 Leiguverð: 390 kr.
Kaupverð: 890 kr.

Um myndina

Myndin segir sögu af feðgum, syndum fortíðar, mótorhjólum og byssum. Ryan Gosling leikur Luke, áhættuökumann, sem snýr sér að bankaránum til að geta séð sómasamlega fyrir nýfæddum syni sínum. Til allrar óhamingju þá verða glæpir hans til þess að hann lendir upp á kant við Avery Cross sem Bradley Cooper leikur, sem er metnaðarfullur stjórnmálamaður og fyrrum lögreglumaður. Í raun eru þetta þrjár sögur þar sem örlög og aðgerðir persónanna í hverri þeirra ráðast ekki síst af því sem gerist í hinum sögunum. Þessu er erfitt að lýsa á sannferðugan hátt í orðum, en handrit myndarinnar þykir mikil snilld og sögurnar þannig samanfléttaðar að þær þarf að upplifa frekar en að lesa. Í stuttu máli segir hér frá áhættuökumanninum Luke sem ákveður að segja skilið við vinnu sína og snúa sér að bankaránum þegar hann kemst að því að fyrrverandi unnusta hans hefur alið honum son. Á sama tíma kynnumst við lögreglumanninum Avery sem er drifinn áfram af miklum metnaði en glímir við alls kyns hindranir í starfi sínu. Og svo er það þriðja sagan.

The Internet Movie Database (IMDb):
7.4/10 með 128,290 atkvæði
Leikstýrð af:
Derek Cianfrance
Leikarar:
Ryan Gosling, Bradley Cooper, Eva Mendes
Flokkar:
Glæpamynd, Drama
Lengd: 140 mín.
Leiguverð: 390 kr.
Útgáfuár: 2013
Tungumál: Enska
Texti: Íslenskur
Þessi mynd er bönnuð innan 12 ára
Leigutími er 24 tímar

Mælum einnig með...

26_poster_140
The Bank Job

Hér segir frá hópi af smákrimmum sem fengnir eru til að fremja eitt stærsta bankarán í sögu Bretlands, en höfuðpaurinn sem er á bakvið planið hefur annað í huga fyrir framhaldið.

Drama, Spennutryllir, Glæpamynd
IMDB einkunnagjöf: 7.5
Leiguverð: 350 kr.
2335_poster_140
Extreme Measures

Spennumynd um lækni sem vinnur á spítala í New York og fer að spyrjast fyrir lík sem hvarf af spítalanum. Honum grunar að ekki sé allt með felldu og stafar hætta af fólki sem vill ekki að leyndarmál spítalans spyrjist út.

Glæpamynd, Drama, Ráðgáta, Spennutryllir
IMDB einkunnagjöf: 5.9
Leiguverð: 350 kr.
4806b8966b267b5c75ea8daa26a7cd7e76c825ee
The Wolf of Wall Street

Belford er verðbréfasali á Long Island sem fór í fangelsi í 20 mánuði fyrir að neita að vinna með rannsakendum í risastóru fjársvikamáli á tíunda áratug síðustu aldar þar sem rannsökuð var víðtæk spilling á Wall Street í New York og í fjárfestingabankaheiminum, auk þess sem mafíutengsl komu inn í myndina.

Ævisaga, Grínmynd, Glæpamynd, Drama
IMDB einkunnagjöf: 8.4
Leiguverð: 390 kr.
Bd115b9d8a121cfb588021d3ac3e2b31a2662948
Prisoners

Dover-fjölskyldan og Birch-fjölskyldan eru nágrannar og vinir sem búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur. Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á löngu uns...

Glæpamynd, Drama, Spennutryllir
IMDB einkunnagjöf: 8.1
Leiguverð: 390 kr.
D73ba672fc56e98db4004f2067f3679988c8cbf9
American Hustle

Eitursnjall atvinnusvindlari neyðist til að hjálpa alríkislögreglunni við rannsókn spillingarmáls sem snertir bæði mafíuna og háttsetta embættismenn bandarískrar stjórnsýslu. Christian Bale leikur hér blekkingameistarann Irving Rosenfeld sem ásamt aðstoðarkonu sinni og ástkonu, Sidney Prosser (Amy Adams), hefur lengi leikið lausum hala röngum megin við la...

Glæpamynd, Drama
IMDB einkunnagjöf: 7.5
Leiguverð: 390 kr.
C1b8aedeedad770dbf97525b8b947d8a6f204667
Black Mass

Alríkislögreglumaðurinn John Connolly telur írska mafíósann James "Whitey" Bulger á það á áttunda áratugnum í suður - Boston, að vinna með lögreglunni til að koma sameiginlegum óvini fyrir kattarnef: ítölsku mafíunni. Myndin segir hina sönnu sögu af þessari samvinnu, sem fór úr böndunum, og varð til þess að Whitey slapp undan lögum og reglu, völd hans juk...

Ævisaga, Glæpamynd, Drama
IMDB einkunnagjöf: 7.0
Leiguverð: 595 kr.