Black Mass

Ef þú kaupir mynd á Filma.is þýðir það að þú getur streymt henni eins oft og þú vilt á Filma.is.

Athugið að þetta er eingöngu streymiþjónusta og við bjóðum ekki upp á niðurhal né að fá myndir á neinu öðru formi eins og t.d. DVD disk eða spólu.

Með því að kaupa þessa mynd samþykkir þú skilmála Filma.is.

Þar sem þú virðist vera staddur/stödd fyrir utan Ísland getur þú því miður ekki leigt þessa mynd.
Ef þú telur þetta ekki vera rétt endilega hafðu samband við okkur á filma@filma.is.
C1b8aedeedad770dbf97525b8b947d8a6f204667 Leiguverð: 595 kr.
Kaupverð: 1790 kr.

Um myndina

Alríkislögreglumaðurinn John Connolly telur írska mafíósann James "Whitey" Bulger á það á áttunda áratugnum í suður - Boston, að vinna með lögreglunni til að koma sameiginlegum óvini fyrir kattarnef: ítölsku mafíunni. Myndin segir hina sönnu sögu af þessari samvinnu, sem fór úr böndunum, og varð til þess að Whitey slapp undan lögum og reglu, völd hans jukust, og hann varð einn miskunnarlausasti og valdamesti glæpamaðurinn í sögu Boston borgar, og er talinn hafa a.m.k. 19 mannslíf á samviskunni. Sem uppljóstrari alríkislögreglunnar naut hann ákveðinnar friðhelgi yfirvalda lengi vel, slapp undan handtöku í desember 1994 og tókst síðan að fara huldu höfði í sextán og hálft ár. Af þeim var hann í tólf ár í öðru sæti, á eftir hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden, á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirsóttustu glæpamennina og voru tvær milljónir dollara settar til höfuðs honum. Bulger var síðan handsamaður í júní 2011og afplánar nú tvöfaldan lífstíðardóm í fangelsi.

The Internet Movie Database (IMDb):
7.0/10 með 82,363 atkvæði
Leikstýrð af:
Scott Cooper
Leikarar:
Johnny Depp, Benedict Cumberbatch, Dakota Johnson
Flokkar:
Ævisaga, Glæpamynd, Drama
Lengd: 123 mín.
Leiguverð: 595 kr.
Útgáfuár: 2015
Tungumál: Enska
Texti: Íslenskur
Þessi mynd er bönnuð innan 16 ára
Leigutími er 24 tímar

Mælum einnig með...

170_poster_140
Der Baader Meinhof Komplex

Sýn er gefin inn í þýska hryðjuverkahópinn "The Red Army Faction" (RAF). Þeir skipuleggja rán, mannrán, búa til sprengjur og fremja morð á 7. og 8. áratug síðustu aldar.

Hasar, Ævisaga, Drama, Saga, Glæpamynd
IMDB einkunnagjöf: 7.4
Leiguverð: 350 kr.
472_poster_140
The Assassination of Richard Nixon

Myndin er byggð á raunverulegum atburðum. Morðtilraun er gerð árið 1974 sem snýst í kringum viðskiptamann sem ætlar alla leið til að ná ameríska draumnum.

Ævisaga, Drama, Saga, Spennutryllir, Glæpamynd
IMDB einkunnagjöf: 7.1
Leiguverð: 350 kr.
853_poster_140
Bonnie and Clyde

Rómantísk endursögn af ferli parsins Bonnie og Clyde og gengis þeirra sem var alræmt fyrir að ræna banka.

Ævisaga, Drama, Rómantík, Spennutryllir, Glæpamynd
IMDB einkunnagjöf: 8.0
Leiguverð: 350 kr.
1447_poster_140
The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford

Robert Ford, sem hefur dýrkað Jesse James síðan í barnæsku, reynir að ganga til liðs við gengið hans en líkar sífellt minna við Jesse eftir því sem tímanum líður.

Ævisaga, Drama, Saga, Glæpamynd, Vestri
IMDB einkunnagjöf: 7.7
Leiguverð: 350 kr.
2451_poster_140
J. Edgar

J. Edgar Hoover fer hér í gegnum líf sitt seinustu 50 árin þar sem hann starfar sem forstjóri FBI í Bandaríkjunum.

Ævisaga, Glæpamynd, Drama, Saga
IMDB einkunnagjöf: 6.8
Leiguverð: 595 kr.
4806b8966b267b5c75ea8daa26a7cd7e76c825ee
The Wolf of Wall Street

Belford er verðbréfasali á Long Island sem fór í fangelsi í 20 mánuði fyrir að neita að vinna með rannsakendum í risastóru fjársvikamáli á tíunda áratug síðustu aldar þar sem rannsökuð var víðtæk spilling á Wall Street í New York og í fjárfestingabankaheiminum, auk þess sem mafíutengsl komu inn í myndina.

Ævisaga, Grínmynd, Glæpamynd, Drama
IMDB einkunnagjöf: 8.4
Leiguverð: 390 kr.