Skoða myndir

Raða eftir:
 
1229_poster_140
Blóðbönd

Blóðbönd er fjölskyldudrama um augnlækninn Pétur og fjölskyldu hans. Pétur er hamingjusamlega kvæntur Ástu og eiga þau von á barni en fyrir eiga þau 10 ára dreng sem heitir Örn. Fyrir tilviljun kemst Pétur að því að hann er ekki faðir Arnar og tilvera fjölskyldunnar tekur á sig nýja mynd.

Drama, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.9
Leiguverð: 390 kr.
741_poster_140
Börn náttúrunnar

Börn náttúrunnar segir sögu roskins bónda sem bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu en þau ákveða að strjúka saman á heimaslóðir.

Drama, Rómantík, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 7.6
Leiguverð: 350 kr.
739_poster_140
Bíódagar

Bíódagar er gamanmynd sem gerist á sjötta áratugnum á Íslandi. Myndin fjallar um hinn unga Tómas og vini hans en þeir eru heillaðir af hinni ímynduðu veröld kvikmyndanna en þurfa svo að takast á við þeirra eigin menningu og raunveruleika þegar þeir stíga út úr kvikmyndasölunum.

Drama, Grínmynd, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.2
Leiguverð: 350 kr.
647_poster_140
Kaldaljós

Grímur Hámundarson er þjakaður af hörmungaratburðum sem dundu á honum í æsku. Fortíðardraugarnir koma í veg fyrir að hann geti tekist á við lífið og tilveruna en þegar ástin knýr að dyrum veit hann að það er nauðsynlegt að sættast við liðna atburði til að hægt sé að horfa fram á veginn.

Drama, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 6.7
Leiguverð: 350 kr.
645_poster_140
Englar alheimsins

Páll er lífsglaður ungur maður. Hann er hæfileikaríkur og framtíðin blasir við honum. Þegar bera fer á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka.

Ævisaga, Drama, Íslenskar myndir
IMDB einkunnagjöf: 7.5
Leiguverð: 350 kr.
 
 
Þar sem þú virðist vera staddur/stödd fyrir utan Ísland sýnum við þér bara þær myndir sem hægt er að leigja fyrir utan Ísland.
Ef þú telur þetta ekki vera rétt endilega hafðu samband við okkur á filma@filma.is.