Skilmálar Filma.is

Samningur

Þessir skilmálar gilda á milli þín og Moon ehf. og varða notkun þína á þjónustu Filma.is (http://www.filma.is) og alls vefsvæðis Filma.is og skulu þessir skilmálar vera gildandi samningur um notkun þína á þjónustum Filma.is. Með því að heimsækja, nota eða kaupa inneign á Filma.is, eða einhverja af þjónustum Filma.is, lýsir þú því yfir að hafa lesið og samþykkt þennan samning og skulir vera bundin af hans skilyrðum og skilmálum.

Þjónustulýsing

Filma.is er rafræn afþreyingarþjónusta sem býður viðskiptavinum sínum uppá að kaupa, með tímabundum áhorfsréttindum á vefsvæði Filma.is svo lengi sem vefsvæði Filma.is er starfrækt, eða að leigja kvikmyndir og kvikmyndaefni til áhorfs í gegnum streymiþjónustu á internetinu. Til þess að geta nýtt þér þjónustu Filma.is þarft þú að virkja, eða setja upp, hugbúnað frá þriðja aðila ásamt því að setja upp eða tengja internetþjónustu. Moon ehf ber enga ábyrgð á þóknunum og útgjöldum sem koma til, til að tengjast, vafra eða nota á annan hátt internetið og öllum kerfum, vélbúnaði og/eða forritum sem þú notar til að fá aðgang að þeim vefsíðum eða þjónustum sem Filma.is býður uppá.

Tilkynning

Moon ehf. áskilur sér rétt til að breyta, bæta við eða aðlaga skilmála samningsins og mun birta eintak af þeim breytta samningi á vefsvæði Filma.is. Það er á þína ábyrgð að kanna hvort skilmálum Filma.is hefur verið breytt. Haldir þú áfram að nýta þér þjónustur Filma.is eftir að skilmálum hefur verið breytt verður ályktað svo að þú hafir samþykkt breytta skilmála.

Notkun þjónustu og myndefnis

Þér er eingöngu heimilt að nota þjónustur Filma.is í samræmi við skilmála og skilyrði þessa samnings ásamt öllum þeim viðbótarskilmálum sem tilgreindir geta verið í tengslum við ákveðnar aðgerðir eða tækni í þjónustunum. Þjónustur Filma.is eru eingöngu til einkanota.

Þú samþykkir að þú megir ekki flytja opinberlega eða nota þjónustuna á nokkurn hátt í viðskiptalegum tilgangi og megir ekki yfirfæra né endurfæra þessa þjónustu. Þú samþykkir að þú megir ekki nota þjónustur Filma.is til að spila kvikmyndir eða annað kvikmyndaefni á nokkrum opinberum vettvangi, þar með talið en ekki takmarkað við, á veitingastað, bar, í verslun eða í fólksflutningatæki.

Þú samþykkir að allt efni er í eigu Moon ehf., samstarfsaðila og/eða leyfisveitenda og nýtur verndar skv. höfundalögum. Moon ehf. veitir þér afturkallanlegan, takmarkaðan og óframseljanlegan rétt til að horfa á kvikmyndir og annað kvikmyndaefni í einkatölvu þinni eða öðrum miðlum og viðtækjum eins og leyft er skv. notkunarreglum. Þú samþykkir að þér er ekki heimilt að sækja, endurgera, breyta, birta, flytja, yfirfæra, dreifa eða nota á annan hátt kvikmyndir eða annað kvikmyndaefni í einkatölvu þinni eða öðrum miðlum á annan hátt en leyft er skv. notkunarreglum og samningi þessum.

Skráningarskyldur þínar

Til þess að þú getir nýtt þér þjónustur Filma.is verður þú að skrá þig á vefsvæðið og veita Filma.is nauðsynlegar upplýsingar og samþykkir að þær upplýsingar séu nýjar og nákvæmar. Þú samþykkir að þú munir einungis nota þjónustuna á Íslandi. Moon ehf. notar skráningarupplýsingar þínar eingöngu til þess að veita þér aðgang að Filma.is og mun ekki selja, gefa eða með öðru móti veita þriðja aðila aðgang að þínum persónulegu upplýsingum.

Þú samþykkir að þú munir ekki leyfa öðrum að nota þínar aðgangsupplýsingar, notendanafn eða lykilorð og þú samþykkir að leysa Moon ehf. undan allri ábyrgð og halda Moon ehf. og/eða leyfisveitendum skaðlausum gagnvart allri óviðeigandi, ólöglegri eða óleyfilegri notkun á þínum aðgangsupplýsingum, notendanafni og/eða lykilorði. Einnig er hér átt við ólöglega, óleyfilega eða óviðeigandi notkun annarra aðila sem þú kannt að hafa gefið heimild, viljandi eða óviljandi, til að nota notendanafn þitt, lykilorð og/eða aðgangsupplýsingar.

Notkunarreglur

Þú samþykkir að aðgangur þinn eða notkun að þjónustum Filma.is lýtur takmörkunum skv. leiðbeiningum, reglum og fyrirmælum sem fylgja öllu því efni á Filma.is sem lýst er í þessum samning. Óleyfilegt er að reyna að afkóða, finna lykil að, sniðganga eða breyta á annan hátt myndskrám eða notkunarreglum.

Brot á höfundarétti

Fái Moon ehf. tilkynningu um að þú hafir gerst brotleg/ur eða hafi Moon ehf. rökstuddan grun um að þú brjótir gegn höfundarétti Moon ehf. eða annarra með notkun þinni á þjónustunni er Moon ehf. heimilt að loka til frambúðar, eða tímabundið, aðgang þínum að þjónustunni með eða án þess að tilkynna þér þar um.

Breytingar á þjónustum

Moon ehf. áskilur sér þann rétt að breyta eða hætta, hvenær sem er, til frambúðar eða tímabundið, öllum þeim þjónustum eða hluta þeirra með eða án þess að tilkynna þér um. Þú gerir þér ljóst, og samþykkir, að hvorki Moon ehf. né samstarfsaðilar skuli vera skaðabótaskyldir gagnvart þér eða þriðja aðila vegna rofs á þjónustu Moon ehf. breytinga eða frestunar.

Einkaleyfi og vörumerki

Öll þau vörumerki, slagorð eða viðskiptaheiti, eða annað sem kemur fram í þjónustunni eða í tengslum við hana er eign Moon ehf. eða, eftir því sem við á, leyfishafa. Óheimilt er að birta, afrita eða nota slík merki án þess að fá skriflegt leyfi fyrirfram frá eiganda þess merkis.

Uppsögn, riftun eða breytingar á aðgangi

Moon ehf. hefur heimild til þess að slíta samningi þessum einhliða eða loka aðgangi þínum til frambúðar, eða tímabundið, hvenær sem er með eða án tilkynningar til þín ef Moon ehf. hefur rökstuddan grun um að þú hafir brotið á einhvern hátt gegn skilyrðum eða ákvæðum þessa samnings. Þú getur lokað aðgangi þínum með því að nýta þér þann valmöguleika á vefsvæði Filma.is.

Þú hefur 14 daga frá kaupum á inneign til að fara fram á endurgreiðslu en ef þú notar einhvern hluta af inneigninni til leigu eða kaupa á efni á Filma.is innan þess tíma fellur réttur þinn til að fara fram á endurgreiðslu niður.

Lög og lagatilkynningar

Þessi samingur og allir þeir skilmálar eða skjöl sem vísað er til, mynda heildarsamning þinn við Moon ehf. sem gildir um þína notkun á þjónustum Filma.is. Þú samþykkir að hann veiti ekki nokkur réttindi eða réttarúrræði öðrum einstaklingum en aðilum samings þessa. Teljist einhver hluti þessa samnings ógildur eða óframfylgjanlegur skal túlka þann hluta í samræmi við gildandi lög þannig að hann lýsi eins vel og hægt er upphaflegum ásetningi aðila og þeir hlutar sem standa eftir skulu halda fullu gildi. Annað um þennan samning og/eða notkun þína á þjónustum Filma.is fer samkvæmt íslenskum lögum.

Réttarúrræði

Þú samþykkir að eingöngu Héraðsdómur Reykjaness hafi lögsögu yfir öllum þeim kröfum eða deilum við Moon ehf. sem tengjast einhvern veginn aðgangi þínum eða þinni notkun á þjónustum Filma.is eða öðru efni.

Þú samþykkir að halda Moon ehf. og/eða leyfisveitendum skaðlausum og leysir Moon ehf. og/eða leyfisveitendur undan allri ábyrgð gagnvart öllum kröfum, tjónum, tilkalli eða tilefni réttaraðgerða og dómsniðurstöðum sem má rekja til eða varða þína notkun á þjónustum Filma.is eða öðru efni og að endurgreiða þeim þegar þess er krafist allan kostnað, öll útgjöld og andvirði tjóns sem þau verða fyrir vegna hvers kyns krafna.

Þú samþykkir að öll óleyfileg notkun á þjónustunum eða efni Filma.is gætu valdið Moon ehf. og/eða tengdum fyrirtækjum féskaða og í slíkum tilvikum hafi Moon ehf. og/eða leyfisveitendur, auk annarra úrræða samkvæmt lögum og eðli máls, rétt til að grípa tafarlaust til lögbannsaðgerða gagnvart þér. Ekkert sem kveðið er á um í samning þessum ber að túlka sem takmörkun á þeim úrræðum eða úrbótum sem fyrir hendi eru samkvæmt Lögbundnum, eða öðrum, kröfum sem Moon ehf. og/eða leyfisveitendur eiga rétt á samkvæmt sérstakri lagaheimild, þar með talið en ekki takmarkað við, allar kröfur fyrir brot á höfundarétti.

Fyrirvarar

Moon ehf, tekur enga ábyrgð á að þjónustur, netþjónar eða annað efni uppfylli þínar kröfur og/eða að aðgengi þitt verði villulaust eða órofið. Moon ehf. ábyrgist ekki né lýsir nokkru yfir um árangur notkunar eða notkun á þjónustunni hvað varðar getu til að tryggja öryggi, uppfærslu, frammistöðu eða annað. Þú samþykkir að notkun þín á þjónustum Filma.is er alfarið á þinni ábyrgð. Þjónustan og efnið eru veitt í því ástandi sem þau eru í og án ábyrgðar Moon ehf., leyfisveitenda, samstarfsaðila og/eða birgja. Þú samþykkir að sækja ekki Moon ehf. og/eða samstarfsaðila til ábyrgðar fyrir hvern þann skaða sem hlýst af aðgangi eða notkun á þjónustunni, þar með talið en ekki takmarkað við, allan skaða á tölvu þinni eða öðrum miðlum og viðtækjum. Moon ehf. er í engum tilvikum ábyrgt fyrir óleyfilegum notum á þjónustunni eða efni hennar.