Um Filma.is

Filma.is er fysta vefsíða sinnar tegundar á Íslandi og gerir öllum landsmönnum kleift að horfa á víðtækt úrval kvikmynda og þáttasería í gegnum netið nánast hvar og hvenær sem er. Filma.is er kjörinn kostur fyrir þá sem vilja slaka á heima fyrir eða annarstaðar og njóta gæðaafþreyingar með lítilli fyrirhöfn. Filma.is er lögleg, alltaf opin, myndefni verður aldrei upporið og sektir vegna vanskila eru úr sögunni. Filma.is býður uppá víðtækt innlent sem og erlent úrval kvikmynda og þáttasería sem sífellt fer vaxandi.

Filma.is hefur einnig fært þjónustu sína út fyrir landsteinana og býðst nú áhugamönnum um íslenskar myndir og þáttaseríur hvaðan af úr heiminum að njóta íslenskra kvikmynda og þáttasería.

Möguleikarnir til þess að njóta Filma.is eru ýmsir en áhorfendum gefst kostur á að horfa á Filma.is í gegnum nettengdar tölvur og jafnvel sjónvörp. Að auki stefnir Filma.is að auknum nýjungum á þessu sviði í náinni framtíð.

Hvernig virkar Filma.is?

Stefna Filma.is er að áhorfendur eigi að hafa kost á því að horfa á uppáhalds kvikmyndir sínar eða þáttaseríur þegar þeim hentar og þar sem þeim hentar. Notendur Filma.is horfa á myndefni beint á síðunni, ekki ósvipað YouTube. Filma.is býður upp á úrval frírra kvikmynda og eru notendur hvattir til þess að nýta sér þann kost. Gott er að nýta frímyndirnar til þess að prufa síðuna og til þess að fá tilfinningu fyrir kostum Filma.is. Kvikmyndir eru til sólarhringsleigu en þáttaseríur eru ýmist til leigu eða eigu.

Til þess að leigja eða kaupa efni annað en það sem frítt er verða notendur að kaupa inneign, en það er afar einfalt. Hægt er að kaupa inneign með kreditkorti eða með því að fá senda kröfu í heimabankann. Nánari upplýsingar má finna á Kaupa inneign.

Er Filma.is örugg?

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur ef þú verslar við Filma.is, við höfum fengið vottun frá Fjölgreiðslumiðlun hf. og notum öryggisskírteini frá Thawte sem tryggir mjög örugg samskipti milli tölvunnar þinnar og netþjóna okkar. Við fylgjum öllum öryggisstöðlum og tryggjum að fyllsta öryggis sé alltaf gætt í öllum vinnuferlum.

Markmið og framtíðarsýn Filma.is

Markmið Filma.is er að vera í stöðugri framþróun og bjóða viðskiptavinum uppá aukið úrval kvikmynda og þáttasería. Filma.is stefnir að aukinni framþróun í tæknimálum og að bjóða uppá stuðning og auknar leiðir fyrir viðskiptavini til þess að njóta alls þess sem Filma.is hefur uppá að bjóða.

Hagur viðskiptavinarins er Filma.is ofarlega í huga og því viljum við hvetja notendur til þess að hika ekki við að hafa samband á filma@filma.is ef einhverjar ábendingar eða spurningar vakna.

Kjörorð Filma.is eru hraði, gæði og þægindi í allra hag og vonum við að þið eigið eftir að njóta þess sem koma skal á Filma.is

Hafa samband

Ef þig vantar aðstoð er hægt að hafa samband við okkur á hjalp@filma.is.

Filma.is er rekin af Moon ehf.
Kt: 450609-0720
Álfabakki 8
109 Reykjavík
Pósthólf 9074
Vsk númer: 102232
Moon í Fyrirtækjaskrá